Af málþingum haustsins

Tvö málþing voru haldin í Þjóðarbókhlöðu haustið 2022 og tókust þau bæði með ágætum. Laugardaginn 8. október var haldið málþing um tvö rannsóknarverkefni í sagnfræði. Erindin voru afar áhugaverð og sköpuðust fjörugar umræður milli erinda. Fjallað var um undirstöður landbúnaðarsamfélagsins og útgáfu skjala Landsnefndarinnar fyrri. Um 60 manns sóttu málþingið. Málþing um sjálfsævisögur á átjándu og nítjándu öld var haldið laugardaginn 12. nóvember. Málþingið var afar fjölmennt og voru fundargestir um 125 talsins. Útdrætti úr erindunum má sjá hér.

Previous
Previous

Málþing í tilefni af 250 ára fæðingarafmæli Gunnlaugs Briem

Next
Next

Ársskýrsla 2021