Nýjar rannsóknir í þjóðfræði
í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, laugardaginn 5. apríl 2025.
Veiðar við Ísland á sautjándu, átjándu og nítjándu öld
í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, laugardaginn 8. febrúar 2025
Erindi flytja Már Jónsson, prófessor í sagnfræði, Ragnar Edvardsson, sjávarfornleifafræðingur, Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður, og Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir, sagnfræðingur
Af málaralist, silfurgripum og höfðaletri á Íslandi á átjándu og nítjándu öld
Sesseljudóttir, sérfræðingur í munasafni Þjóðminjasafns Íslands, Halldór Baldursson, sagnfræðingur og læknir, og Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður.
Rannsóknir ungra sagnfræðinga á sögu Íslands á átjándu og nítjándu öld
Laugardaginn 5. október: „Rannsóknir ungra sagnfræðinga á sögu Íslands á átjándu og nítjándu öld“. Þau sem flytja erindi eru: Arnheiður Steinþórsdóttir, sagnfræðingur, Kolbeinn Sturla G. Heiðuson, sagnfræðingur, Matthías Aron Ólafsson, sagnfræðingur og Þórey Einarsdóttir, sagnfræðingur.
Afmæli Félags um átjándu aldar fræði
Þann 9. apríl 2024 verður Félag um átjándu aldar fræði 30 ára. Í tilefni þessara merku tímamóta verður sérstök afmælishátíð haldin á vegum félagsins laugardaginn 13. apríl. Verður fjallað um sögu félagsins í máli og myndum. Þessi merki viðburður verður auglýstur betur síðar.
Af heilbrigðismálum á Íslandi á átjándu og nítjándu öld
Málþing undir yfirskriftinni: „Af heilbrigðismálum á Íslandi á átjándu og nítjándu öld“ verður haldið laugardaginn 10. febrúar 2024.
Erindi flytja:
Sveinn Magnússon, læknir: Heilsufar skólapilta í Hólavallaskóla 1785–1804.
Brynhildur Lea Ragnarsdóttir, sagnfræðingur: Saga flogaveiki á Íslandi á átjándu og nítjándu öld.
Erla Dóris Halldórsdóttir, sagnfræðingur og formaður Félags um átjándu aldar fræði:
Refsing fyrir skottulækningar (kvaksalverí) á Íslandi – 230 ár frá gildistöku tilskipunarinnar.
Jón Torfason, íslenskufræðingur: Kæra á hendur Árna Sveinssyni, alþýðulækni, fyrir lækningatilraunir hans á nítjándu öld.
Fundarstjóri: Matthías Aron Ólafsson, sagnfræðingur og sérfræðingur á Handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.
Hrappseyjarprentsmiðja — 250 ár frá stofnun hennar
Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:
Hrafnkell Lárusson, sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands: Aðstandendur Hrappseyjarprentsmiðju.
…
Af Íslendingum í Kaupmannahöfn á átjándu öld
Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:
Auður Hauksdóttir, prófessor emeritus í dönsku við Háskóla Íslands: Dönsk– íslensk samskipti í Kaupmannahöfn á átjándu öld
…
Ástarjátningar í bréfum og dagbókum frá átjándu og nítjándu öld
Málþing Félags um átjándu aldar fræði 11. febrúar 2023 kl. 13:30–16:15
Málþing undir yfirskriftinni „Ástarjátningar í bréfum og dagbókum frá átjándu og nítjándu öld“ laugardaginn 11. febrúar 2023.
250 ára fæðingarafmæli Gunnlaugs Briem sýslumanns
Málþing Félags um átjándu aldar fræði 14. janúar 2023 kl. 13:30–16:15
Málþing undir yfirskriftinni „250 ára fæðingarafmæli Gunnlaugs Briem sýslumanns“ laugardaginn 14. janúar 2023.
Af sjálfsævisögum frá átjándu og nítjándu öld
Málþing Félags um átjándu aldar fræði 12. nóvember 2022 kl. 13:30–16:15
Málþing undir yfirskriftinni „Af sjálfsævisögum frá átjándu og nítjándu öld“ laugardaginn 12. nóvember 2022.
Tvö rannsóknarverkefni í sagnfræði
Málþing undir yfirskriftinni „Tvö rannsóknarverkefni í sagnfræði: Undirstöður landbúnaðarsamfélagsins. Fjölskylda og heimilisbúskapur á Íslandi í byrjun átjándu aldar og útgáfa skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771“ laugardaginn 8. október 2022.
Sumarferð
Sumarferð félagsins, í júní 2022, verður farin um Vestur-Húnavatnssýslu. Dagsetning ekki ákveðin.
Leiðsögumaður í ferðinni verður Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, sem er höfundur Árbókar Ferðafélags Íslands 2015, Vestur-Húnavatnssýsla: Frá Hrútafjarðará að Gljúfurá. Ferðin verður auglýst nánar síðar.
Ferðatilhögun í grófum dráttum: Lagt verður af stað frá Þjóðarbókhlöðu og ekið áleiðis norður í land með stuttri viðdvöl í Borgarnesi. Ekið yfir Holtavörðuheiði og komið verður við á Hvammstanga. Ekið verður kringum Vatnsnes. Þar verður stansað í skamma stund á fáeinum stöðum, m.a. í námunda við Hvítserk, sérkennilegan klettadrang sem rís úr sjó örskammt frá austurströnd Vatnsness og nýtur sín vel, og svo á Illugastöðum. Síðan verður ekið inn í Víðidal, farið fram hjá höfðingjasetrinu Víðidalstungu og komið að Kolugljúfrum í Víðidalsá þar sem náttúrufegurð er mikil.
Nýjar rannsóknir ungra sagnfræðinga á sögu Íslands á átjándu og nítjándu öld
Fjórir nýlega útskrifaðir sagnfræðingar, sem lokið hafa BA-prófi frá Háskóla Íslands á undanförnum árum, munu fjalla um rannsóknir sem lokaverkefni þeirra byggðust á.
Áhrif jarðskjálfta á Íslandi fyrr á öldum
Málþing undir yfirskriftinni „Áhrif jarðskjálfta á Íslandi fyrr á öldum“ verður haldið laugardaginn 15. janúar 2022 í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð. Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:
Af búfjársjúkdómum á átjándu og nítjándu öld
Fyrirlesarar á málþinginu verða: Helgi Sigurðsson, dýralæknir og sagnfræðingur, mun veita yfirlit um búfjársjúkdóma á nítjándu öld; Karl Skírnisson, dýrafræðingur, mun fjalla um sullaveiki; Ólafur R. Dýrmundsson, búvísindamaður, mun fjalla um fjárkláðafaraldra og Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, mun fjalla um miltisbrand.