Oct
5

Rannsóknir ungra sagnfræðinga á sögu Íslands á átjándu og nítjándu öld

Laugardaginn 5. október: „Rannsóknir ungra sagnfræðinga á sögu Íslands á átjándu og nítjándu öld“. Þau sem flytja erindi eru: Arnheiður Steinþórsdóttir, sagnfræðingur, Kolbeinn Sturla G. Heiðuson, sagnfræðingur, Matthías Aron Ólafsson, sagnfræðingur og Þórey Einarsdóttir, sagnfræðingur.

View Event →
Apr
13

Afmæli Félags um átjándu aldar fræði

Þann 9. apríl 2024 verður Félag um átjándu aldar fræði 30 ára. Í tilefni þessara merku tímamóta verður sérstök afmælishátíð haldin á vegum félagsins laugardaginn 13. apríl. Verður fjallað um sögu félagsins í máli og myndum. Þessi merki viðburður verður auglýstur betur síðar.   

View Event →
Feb
10

Af heilbrigðismálum á Íslandi á átjándu og nítjándu öld

Málþing undir yfirskriftinni: „Af heilbrigðismálum á Íslandi á átjándu og nítjándu öld“ verður haldið laugardaginn 10. febrúar 2024.

Erindi flytja:

Sveinn Magnússon, læknir: Heilsufar skólapilta í Hólavallaskóla 1785–1804.

Brynhildur Lea Ragnarsdóttir, sagnfræðingur: Saga flogaveiki á Íslandi á átjándu og nítjándu öld.

Erla Dóris Halldórsdóttir, sagnfræðingur og formaður Félags um átjándu aldar fræði:

Refsing fyrir skottulækningar (kvaksalverí) á Íslandi – 230 ár frá gildistöku tilskipunarinnar.

Jón Torfason, íslenskufræðingur: Kæra á hendur Árna Sveinssyni, alþýðulækni, fyrir lækningatilraunir hans á nítjándu öld.

Fundarstjóri: Matthías Aron Ólafsson, sagnfræðingur og sérfræðingur á Handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

View Event →
Oct
8

Tvö rannsóknarverkefni í sagnfræði

Málþing undir yfirskriftinni „Tvö rannsóknarverkefni í sagnfræði:  Undirstöður landbúnaðarsamfélagsins. Fjölskylda og heimilisbúskapur á Íslandi í byrjun átjándu aldar og útgáfa skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771“ laugardaginn 8. október 2022.  

View Event →
Jun
1
to Jun 30

Sumarferð

Sumarferð félagsins, í júní 2022, verður farin um Vestur-Húnavatnssýslu. Dagsetning ekki ákveðin.

Leiðsögumaður í ferðinni verður Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, sem er höfundur Árbókar Ferðafélags Íslands 2015, Vestur-Húnavatnssýsla: Frá Hrútafjarðará að Gljúfurá. Ferðin verður auglýst nánar síðar.  

Ferðatilhögun í grófum dráttum: Lagt verður af stað frá Þjóðarbókhlöðu og ekið áleiðis norður í land með stuttri viðdvöl í Borgarnesi. Ekið yfir Holtavörðuheiði og komið verður við á Hvammstanga. Ekið verður kringum Vatnsnes. Þar verður stansað í skamma stund á fáeinum stöðum, m.a. í námunda við Hvítserk, sérkennilegan klettadrang sem rís úr sjó örskammt frá austurströnd Vatnsness og nýtur sín vel, og svo á Illugastöðum. Síðan verður ekið inn í Víðidal, farið fram hjá höfðingjasetrinu Víðidalstungu og komið að Kolugljúfrum í Víðidalsá þar sem náttúrufegurð er mikil. 


View Event →
Oct
9

Af búfjársjúkdómum á átjándu og nítjándu öld

Fyrirlesarar á málþinginu verða: Helgi Sigurðsson, dýralæknir og sagnfræðingur, mun veita yfirlit um búfjársjúkdóma á nítjándu öld; Karl Skírnisson, dýrafræðingur, mun fjalla um sullaveiki; Ólafur R. Dýrmundsson, búvísindamaður, mun fjalla um fjárkláðafaraldra og Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, mun fjalla um miltisbrand.

View Event →