Málþing í tilefni af 250 ára fæðingarafmæli Gunnlaugs Briem
Málþing í tilefni af 250 ára fæðingarafmæli Gunnlaugs Briem sýslumanns var haldið í Þjóðarbókhlöðunni laugardaginn 14. janúar. Um 115 gestir sóttu málþingið sem tókst afar vel. Af þessu tilefni vann Þjóðminjasafn Íslands sýningu í samstarfi við Félag um átjándu aldar fræði. Sýninguna má sjá hér https://sarpur.is/Syning.aspx?ID=1037.