Fréttir
Veiðar við Ísland á sautjándu, átjándu og nítjándu öld
Málþing undir yfirskriftinni Veiðar við Ísland á sautjándu, átjándu og nítjándu öld var haldið í Þjóðarbókhlöðu laugardaginn 8. febrúar 2025. Tæplega 90 gestir sóttu þetta áhugaverða málþing.
Málþing um Ástarjátningar í bréfum og dagbókum
Málþing um Ástarjátningar í bréfum og dagbókum á átjándu og nítjándu öld var haldið í Þjóðarbókhlöðunni laugardaginn 11. febrúar. Rúmlega 80 manns sóttu málþingið sem tókst afar vel í alla staði. Útdrætti frá málþinginu má lesa hér
Ársskýrsla 2022
Ársskýrsla Félags um átjándu aldar fræði vegna ársins 2022 hefur verið gerð aðgengileg á vefnum. Skýrsluna má sjá hér sem og undir liðnum Ársskýrslur á síðunni Um félagið.
Málþing í tilefni af 250 ára fæðingarafmæli Gunnlaugs Briem
Málþing í tilefni af 250 ára fæðingarafmæli Gunnlaugs Briem sýslumanns var haldið í Þjóðarbókhlöðunni laugardaginn 14. janúar. Um 115 gestir sóttu málþingið sem tókst afar vel. Af þessu tilefni vann Þjóðminjasafn Íslands sýningu í samstarfi við Félag um átjándu aldar fræði.
Af málþingum haustsins
Tvö málþing voru haldin í Þjóðarbókhlöðu haustið 2022 og tókust þau bæði með ágætum. Laugardaginn 8. október var haldið málþing um tvö rannsóknarverkefni í sagnfræði. Erindin voru afar áhugaverð og sköpuðust fjörugar umræður milli erinda.
Ársskýrsla 2021
Ársskýrsla Félags um átjándu aldar fræði hefur verið gerð aðgengileg á vefnum.
Útdrættir frá síðasta málþingi
Málþing um nýjar rannsóknir á sögu Íslands á átjándu og nítjándu öld var haldið í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu laugardaginn 12. febrúar 2022. Um 60 manns sóttu málþingið sem tókst afar vel.
Málþing um búfjársjúkdóma
Málþing um búfjársjúkdóma á átjándu og nítjándu öld var haldið í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu laugardaginn 9. október 2021. Málþingið var fjölsótt og afar vel heppnað. Útdrætti úr erindum sem flutt voru á málþinginu má lesa hér.
Starfið framundan
Málþing á síðustu mánuðum ársins 2021 (með fyrirvara um breytingar)
Ítrekað hefur þurft að fresta málþingum félagsins á starfsárinu 2020–2021. Stjórn félagsins hefur ákveðið að málþing komi aftur á dagskrá haustið 2021.
Árið 2021: 9. október kl. 13:30–16:30: Af búfjársjúkdómum á átjándu og nítjándu öld
Fyrirlesarar á málþinginu verða: Helgi Sigurðsson, dýralæknir ogsagnfræðingur, mun veita yfirlit um búfjársjúkdóma á nítjándu öld; Karl Skírnisson, dýrafræðingur, mun fjalla um sullaveiki; Ólafur R. Dýrmundsson, búvísindamaður, mun fjalla um fjárkláðafaraldra og Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, mun fjalla um miltisbrand.
Fréttir af aðalfundi 2021
Aðalfundur Félags um átjándu aldar fræði 2021 var haldinn í Þjóðarbókhlöðu laugardaginn 27. febrúar 2021. Stjórn félagsins skipa nú: Erla Dóris Halldórsdóttir, formaður; Helga Hlín Bjarnadóttir, varaformaður; Kristín Bragadóttir, ritari; Helga Kristín Gunnarsdóttir, gjaldkeri; Ingi Þorleifur Bjarnason, Ingi Sigurðsson, Jón Kristinn Einarsson, Margrét Gunnarsdóttir og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir, meðstjórnendur. Félagar eru nú 333 talsins.