Back to All Events

250 ára fæðingarafmæli Gunnlaugs Briem sýslumanns

Málþing Félags um átjándu aldar fræði 14. janúar 2023 kl. 13:30–16:15

Málþing undir yfirskriftinni „250 ára fæðingarafmæli Gunnlaugs Briem sýslumanns“ laugardaginn 14. janúar 2023.   

Flutt verða fjögur erindi sem hér segir: 

Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ræðir um aðild Gunnlaugs Briem að nýju jarðamati árin 1800–1806. 

Rúnar Már Þráinsson, sagnfræðingur, fjallar um helstu embættisverk  Gunnlaugs Briem, sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu á árunum 1805–1834.    

Guðný Hallgrímsdóttir, sagnfræðingur, mun fjalla um Valgerði Árnadóttur Briem, eiginkonu Gunnlaugs Briem.

Helga Kress, prófessor emeritus í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, mun fjalla um ferðasögu Kristjönu Jóhönnu Briem Gunnlaugsdóttur, dóttur Gunnlaugs og Valgerðar Árnadóttur Briem.   

Fundarstjóri: Ingi Þorleifur Bjarnason, jarðeðlisfræðingur, vísindamaður við  Raunvísindastofnun háskólans.   

Í tilefni þessa málþings verður handrit Gunnlaugs Briem að ritgerð hans um Jörund hundadagakonung, sem varðveitt er í handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns með safnmarki Lbs 197 fol, kjörgripur safnsins í janúar 2023. 

Previous
Previous
November 12

Af sjálfsævisögum frá átjándu og nítjándu öld

Next
Next
February 11

Ástarjátningar í bréfum og dagbókum frá átjándu og nítjándu öld