Back to All Events

Af sjálfsævisögum frá átjándu og nítjándu öld

Málþing Félags um átjándu aldar fræði 12. nóvember 2022 kl. 13:30–16:15

Málþing undir yfirskriftinni „Af sjálfsævisögum frá átjándu og nítjándu öld“ laugardaginn 12. nóvember 2022. 

Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:

Hjalti Hugason, prófessor emeritus í kirkjusögu, mun fjalla um hugmyndafræði séra Þorsteins Péturssonar eins og hún birtist í ævisögu hans. 

Anna Agnarsdóttir, prófessor emeritus í sagnfræði, mun fjalla um sjálfsmynd Magnúsar Stephensen eins og hún kemur fram í sjálfsævisögu og dagbókum hans.  

Margrét Gunnarsdóttir, sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands, mun ræða um reynslu Gyðu Thorlacius af Íslendingum að því er segir í endurminningum  hennar. 

Svavar Sigmundsson, rannsóknarprófessor emeritus við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, mun ræða um dóma séra Friðriks Eggerz um Dalamenn í sjálfsævisögu hans. 


Fundarstjóri: Ása Ester Sigurðardóttir, sagnfræðingur. 

Previous
Previous
October 8

Tvö rannsóknarverkefni í sagnfræði

Next
Next
January 14

250 ára fæðingarafmæli Gunnlaugs Briem sýslumanns