Málþing Félags um átjándu aldar fræði 11. febrúar 2023 kl. 13:30–16:15
Málþing undir yfirskriftinni „Ástarjátningar í bréfum og dagbókum frá átjándu og nítjándu öld“ laugardaginn 11. febrúar 2023.
Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:
Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri Kvennasögusafns Íslands, mun fjalla um ástarbréf í Kvennasögusafni Íslands.
Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, mun fjalla um bréfaskipti Baldvins Einarssonar og Kristrúnar Jónsdóttur.
Þorvaldur Kristinsson, bókmennta- og kynjafræðingur, mun fjalla um ástarjátningar Ólafs Davíðssonar til skólabróður í Lærða skólanum.
Davíð Ólafsson, lektor í menningarfræði við Háskóla Íslands, mun fjalla um tilhugalíf Sighvats Grímssonar Borgfirðings og Ragnhildar Brynjólfsdóttur.
Fundarstjóri: Helga Hlín Bjarnadóttir, sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands.