Málþing Félags um átjándu aldar fræði 8. október 2022 kl. 13:30–16:15
Málþing undir yfirskriftinni „Tvö rannsóknarverkefni í sagnfræði: Undirstöður landbúnaðarsamfélagsins. Fjölskylda og heimilisbúskapur á Íslandi í byrjun átjándu aldar og útgáfa skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771“ laugardaginn 8. október 2022.
Flutt verða fimm erindi sem hér segir:
Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, flytur erindi sem ber heitið „Gamla bændasamfélagið. Hvers konar samfélag var það?“
Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og prófessor í félagssögu við Háskóla Íslands, flytur erindi sem ber heitið „Mannfjöldi og íbúaþróun á harðindatímum“.
Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við Háskóla Íslands, og Óskar Guðmundsson, doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands, flytja erindi sem ber heitið „Byggðir og búsvæði“.
Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, flytur erindi sem ber heitið „Skjöl Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771 og útgáfa þeirra“.
Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands, flytur erindi sem ber heitið „Dálítil innsýn í akuryrkju og jarðrækt í skjölum Landsnefndarinnar fyrri“.
Fundarstjóri: Margrét Gunnarsdóttir, sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands.