Back to All Events
Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:
Auður Hauksdóttir, prófessor emeritus í dönsku við Háskóla Íslands: Dönsk– íslensk samskipti í Kaupmannahöfn á átjándu öld
Guðrún Ása Grímsdóttir, rannsóknarprófessor emeritus við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Grunnavíkur-Jón (Jón Ólafsson 1705–1779), fyrsti styrkþegi á vegum Árnastofnunar í Kaupmannahöfn.
Hrafn Sveinbjarnarson, héraðsskjalavörður við héraðsskjalasafn Kópavogs: Jón Eiríksson (1728–1787) í Kaupmannahöfn.
Margrét Gunnarsdóttir, sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands: Hið íslenska lærdómslistafélag í Kaupmannahöfn.
Fundarstjóri: Marín Árnadóttir, sagnfræðingur.