Back to All Events

Nýjar rannsóknir ungra sagnfræðinga á sögu Íslands á átjándu og nítjándu öld

Fjórir nýlega útskrifaðir sagnfræðingar, sem lokið hafa BA-prófi frá Háskóla Íslands á undanförnum árum, munu fjalla um rannsóknir sem lokaverkefni þeirra byggðust á (heiti lokaverkefna eru tilgreind innan sviga í kynningunni hér að neðan). Það eru þau Ása Esther Sigurðardóttir (Út fyrir mörk kvenleikans? Þorbjörg Sveinsdóttir og kvenleikahugmyndir nítjándu aldar); Kristjana Vigdís Ingvadóttir (Embættismál Íslendinga á 18. öld. Um dönsk áhrif og mikilvægi íslensku); Ragnhildur Anna Kjartansdóttir (Fóðrun og hagaganga aðkomufjár í kvikfjártalinu 1703) og Þórunn Þorsteinsdóttir (Lestir lausamennsku og lifnaður við sjávarsíðuna. Afbrot og siðferði á Akureyri 1810–1840).

Previous
Previous
January 15

Áhrif jarðskjálfta á Íslandi fyrr á öldum

Next
Next
June 1

Sumarferð